Skip to main content

Vel heppnuð vasaljósaganga

Eftir febrúar 14, 2010Fréttir

Vasaljósaganga Göngum saman á safnanótt var einstaklega vel heppnuð enda lék veðrið við göngufólk. Gengið var frá Þjóðminjasafni og niður á Ægissíðu þar sem vasaljósin fengu að njóta sín. Göngufólk tók lagið í göngunni sem endaði í Vesturbæjarlaug sem var böðuð bleikum ljósum. Í anddyri Vesturbæjarlaugar var boðið upp á heitt súkkulaði.