HugurAx styrkir Göngum saman

Eftir desember 5, 2009Fréttir

HugurAx (www.hugurax.is) hefur í gegnum árin styrkt góðgerðar- og líknarmálefni með ýmsum hætti. Það er trú fyrirtækisins að takmörkuðum fjármunum sé betur varið fari þeir á einn stað í stað margra og veitir HugurAx því einn styrk í lok hvers árs, í stað þess að veita marga smærri styrki yfir árið.

Í ár er það Göngum saman og sameiginleg Jólaúthlutun Reykjavíkurdeildar Rauðakrossins, hjálparstarfs kirkjunnar og mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem hljóta styrkinn. Gunnhuldur Óskarsdóttir formaður tók við styrknum fyrir hönd Göngum saman.