Skip to main content
All Posts By

a8

Gleðilegt ár!! og skráning í Reykjavíkurmaraþon opnar

Eftir Fréttir

Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir árið 2017 sem var sannarlega ánægjulegt í starfi Göngum saman en félagið varð 10 ára á árinu.

Það eru ekki ráð nema í tíma séu tekin og vakin er athygli á að skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefs á morgun 12. janúar.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 18. ágúst. Göngum saman er eitt af þeim góðgerðarmálum sem hægt er að taka þátt fyrir og heita á. Í fyrra tóku 72 þátt fyrir Göngum saman og söfnuðu rúmlega tveimur milljónum í styrktarsjóðinn. Maraþonið skiptir félagið miklu og því hvetjum við þig og þína til að taka þátt fyrir Göngum saman og leggja þannig lóð á vogarskálarnar fyrir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Áheitasöfnunin hefst um leið og skráning í hlaupið hefst þ.e. á morgun 12.janúar 2018. Opið verður fyrir skráningu áheita til miðnættis mánudaginn 20.ágúst 2018.

Jólakveðja

Eftir Fréttir

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Innilegar þakkir fyrir samveru og stuðning á 10 ára vel heppnuðu afmælisári Göngum saman.

Mynd: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir

Kaffihúsaferð 4. desember kl: 20:00

Eftir Fréttir

Síðasta ganga fyrir jól verður máudaginn 4. desember kl.20.00. Það verður mjög stutt ganga því við ætlum að ganga á kaffihús, Iða kaffihús, Vesturgötu 2 Grófinni, Reykjavík

Vikulegar göngur hefjast á ný í janúa,  fylgist með á heimasíðunni og á facebook.

Fögnuðu 10 ára afmæli Göngum saman í NY

Eftir Fréttir

Fjörutíu og fimm félagar úr Göngum saman fögnuðu 10 ára afmæli félagsins með því að fara til New York og hvetja þátttakendur í Avon göngunni sem fram fór í NY 14 og 15 okt. sl. en 10 ár eru síðan 22 konur tóku þátt í Avon göngunni í NY og stofnuðu Göngum saman. Mikil stemning var á hliðarlínunni og gleði í íslenska hópnum sem hvatti göngufólk óspart og þakkaði fyrir.

10 milljónir veittar til grunnrannsókna á afmælismálþingi Gö

Eftir Fréttir

Afmælismálþing Göngum saman var haldið í dag í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Málþingið sem var haldið í Veröld – Húsi Vigdísar var afar vel sótt og dagskrá mjög áhugaverð og fjölbreytt.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Göngum saman hélt stutt ávarp og bauð fólk velkomið og Jón Atli Benediktsson rektor HÍ flutti ávarp og setti málþingið. Aðalfyrirlesari var Jórunn Erla Eyfjörð prófessor emirítus en einnig héldu erindi Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman, Birna Þorvaldsdóttir doktorsnemi við HÍ, Rósa Björk Barkardóttir klínískur prófessor við LSH og Magnús Karl Magnússon prófessor við HÍ. Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti flutti ávarp f.h. Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Fundarstjóri var Friðbjörn Sigurðsson læknir.

Tónlistaratriði settu svip sinn á dagskrána en brassbandið Hljómfríður spilaði í upphafi málþingsins, Auður Hafsteinsdóttir lék á fiðlu og Karlakórinn Fóstbræður söng. Í móttöku að málþingi loknu lék dúettinn Svísur og vísur nokkur lög en hann skipar Vigdís Hafliðadóttir og  Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Hápunktur dagsins var styrkveiting félagsins.

Styrkþegar Göngum saman 2017 eru:

Anna Karen Sigurðardóttir doktorsnemi við HÍ – 1 milljón til verkefnisins: ”Stýring greinóttrar formgerðar og bandvefsumbreytingar í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“

Berglind Eva Benediktsdóttir dósent við HÍ – 2 milljónir til verkefnisins:        ”Exósóm sem nýr meðferðarmöguleiki gegn þríneikvæðum brjóstakrabbameinum”

Elísabet A. Frick doktorsnemi við HÍ – 2 milljónir til verkefnisins: ”Hlutverk miR-190b í þróun brjóstakrabbameins”

Inga Reynisdóttir sérfræðingur á meinafræðideild LSH – 2,8 milljónir til verkefnisins: ”Hugsanleg áhrif sjálfsátsgens í framvindu brjóstakrabbameins“

Sigurður Trausti Karvelsson doktorsnemi við HÍ –  2,2 milljónir til verkefnisins: ”Auðkenning efnaskiptabreytinga við bandvefsumbreytingu brjóstaþekju“.

Styrkþegar með formanni Göngum saman

kynning á umsóknum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 28. september munu umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman kynna rannsóknarverkefni sín.

Kynningarnar fara fram kl. 17:00 – 19:00 í Háskóla Íslands, stofu HT300 í Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík (sama húsi og Bóksala stúdenta og matsalan/Háma er í).

Félagar eru hvattir til að mæta.