Fögnuðu 10 ára afmæli Göngum saman í NY

Eftir október 18, 2017Fréttir

Fjörutíu og fimm félagar úr Göngum saman fögnuðu 10 ára afmæli félagsins með því að fara til New York og hvetja þátttakendur í Avon göngunni sem fram fór í NY 14 og 15 okt. sl. en 10 ár eru síðan 22 konur tóku þátt í Avon göngunni í NY og stofnuðu Göngum saman. Mikil stemning var á hliðarlínunni og gleði í íslenska hópnum sem hvatti göngufólk óspart og þakkaði fyrir.