Mánudagsgöngur í Reykjavik eru komnar í sumarfrí, fylgist með á viðburðardagatalinu og facebooksiðu Göngum saman hvenær göngur hefjast aftur.
Styrktarganga Göngum saman fór fram á 14 stöðum á landinu í dag. Hátt á annað þúsund manns tók þátt á landsvísu og vel safnaðist í styrktarsjóðinn. Einnig var gengið á Tenerife og í Lucca á ítalíu.
Í Reykjavik fór gangan frá Háskólatorgi þar sem seldur var söluvarningur félagsins auk þess sem mikilfengleg hlutavelta sló í gegn og seldust miðarnir upp. Karlakórinn Fóstbræður tók lagið á Háskólatorgi og Skólahljómsveit Austurbæjar spilaði göngufólki til mikilllar ánægju, auk þess sem frænkurnar Nanna Hlíf Ingvadóttir og Kristín Valsdóttir þöndu nikkurnar fyrir göngufólk.
Göngum saman þakkar öllum sem tóku þátt innanlands sem untan innilega fyrir þátttökuna og stuðninginn.
Myndir frá nokkrum göngustöðum:
Reykjavík
Hveragerði
Hvammstangi
Siglufjörður
Neskaupsstaður
Ólafsfjörður
Höfn
Ísafjörður
Akureyri
Lucca, Ítalíu Tenerife
Styrktarganga Göngum saman 2017 fer fram á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí n.k. Við stefnum að því að fá sem flesta með okkur en í ár fögnum við 10 ára afmæli félagsins.
Gengið verður á 14 stöðum um allt land; Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hvammstangi, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Akureyri, Vopnafjörður, Neskaupsstaður, Reyðarfjörður, Höfn, Hveragerði og Reykjavík. Til viðbótar verður einnig gengið á Tenerife.
Nánari upplýsingar um göngustaði er að finna hér.
Oddfellowstúkan Þorgerður veitti í gær Göngum saman eina milljón króna í styrk til stuðnings grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman veitti styrknum viðtöku.
Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan höfðinglega styrk.
Hildur Yeoman fatahönnuður hefur hannað hettupeysur, boli og taupoka í tilefni af 10 ára afmæli Göngum saman. Boðið var til fagnaðar í versluninni Yeoman, Skólavörðustíg í dag, fimmtudaginn 4. apríl. Vörurnar vöktu mikla hrifningu og seldust vel. Þær verða áfram seldar í búðinni og einnig í göngunni á mæðradaginn 14. maí nk.
Mæðradagsganga Göngum saman verður haldin um land allt sunnudaginn 14. maí kl. 11:00
Gengið verður á 13 stöðum um allt land, auk þess sem nú verður í fyrsta skipti gengið á Tenerife. Nánari upplýsingar um göngustaði koma síðar.
Skotar eru að fara af stað með rannsókn sem hvetur til aukinnar hreyfingar og leggur áherslu á mikilvægi þess að halda sér í kjörþyngd en þessi atriði hafa löngum verið talin mikilvæg í baráttunni við brjóstakrabbamein og sem forvörn.
sjá frétt:
http://www.bbc.com/news/uk-scotland-39771737
Oddfellowstúkan Bergþóra, Líknarsjóður Kertasjóðs Soffíu J. Classen og Líknarsjóður Systra- og sjúkrasjóðs stúkunnar, veitti í gær Göngum saman einnar milljón króna styrk til stuðnings grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman veitti styrknum viðtöku. Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan höfðinglega styrk.
Á myndinni er Gunnhildur ásamt Höllu Bachmann Ólafsdóttur, yfirmeistara stúkunnar við afhendingu styrksins.
Omnom súkkulaði styður Göngum saman með súkkulaðiþrennu sérpakkaðri og merktri Göngum saman
Í tilefni af því verður súkkulaðipartý hjá Omnom, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík (úti á Granda) þriðjudaginn 4. apríl kl. 17 – 19
Göngum saman þakkar Omnom innilega fyrir þeirra frábæra styrk og hvetur fólk til að mæta í súkkulaðipartýið og styðja gott málefni.
Nýlegar athugasemdir