Skip to main content

Frábær ganga í dag – Takk fyrir þátttöku og stuðning

Eftir maí 14, 2017Fréttir

Styrktarganga Göngum saman fór fram á 14 stöðum á landinu í dag. Hátt á annað þúsund manns tók þátt á landsvísu og vel safnaðist í styrktarsjóðinn. Einnig var gengið á Tenerife og í Lucca á ítalíu.

Í Reykjavik fór gangan frá Háskólatorgi þar sem seldur var söluvarningur félagsins auk þess sem mikilfengleg hlutavelta sló í gegn og seldust miðarnir upp. Karlakórinn Fóstbræður tók lagið á Háskólatorgi og Skólahljómsveit Austurbæjar spilaði göngufólki til mikilllar ánægju, auk þess sem frænkurnar Nanna Hlíf Ingvadóttir og Kristín Valsdóttir þöndu nikkurnar fyrir göngufólk.

Göngum saman þakkar öllum sem tóku þátt innanlands sem untan innilega fyrir þátttökuna og stuðninginn.

Myndir frá nokkrum göngustöðum:

Reykjavík

Hveragerði

Hvammstangi

Siglufjörður

Neskaupsstaður

 

Ólafsfjörður

Höfn

Ísafjörður

Akureyri

Lucca, Ítalíu                                                                                    Tenerife