Hildur Yeoman fatahönnuður hefur hannað hettupeysur, boli og taupoka í tilefni af 10 ára afmæli Göngum saman. Boðið var til fagnaðar í versluninni Yeoman, Skólavörðustíg í dag, fimmtudaginn 4. apríl. Vörurnar vöktu mikla hrifningu og seldust vel. Þær verða áfram seldar í búðinni og einnig í göngunni á mæðradaginn 14. maí nk.