Skip to main content

Í Reykjavíkurmaraþoninu , laugardaginn 24. ágúst, safna tuttugu og sex hlauparar áheitum fyrir Göngum saman. Þetta góða fólk á skilið að fá pepp og hlaupastyrk frá okkur hinum sem ekki hlaupum.

Hvatningastaður Göngum saman verður eins og undanfarin ár á horninu á Lynghaga og Ægissíðu. Takið daginn snemma og komið að hvetja hlauparana okkar. Hafið með  ykkur eitthvað sem heyrist í, potta, sleifar, hrossabresti.

Fyrstu hlauparar leggja af stað frá Lækjargötunni kl. 8.40 og verða komnir á Ægissíðuna nokkrum mínútum síðar.

Áheitunum er komið til skila á hlaupastyrkur.is