Skip to main content

Brjóstasnúðarnir komnir í sölu

Mæðradagurinn nálgast og sjöunda árið í röð standa snillingarnir hjá Brauð&co fyrir fjáröflunarátaki fyrir styrktarsjóð Göngum saman.

Stuðningur þeirra hefur verið félaginu afar mikils virði.

Gómsætir hindberjasnúðar  verða seldir í bakaríum þeirra 2. – 11. maí og rennur allt söluandvirði snúðanna óskipt í styrktarsjóðinn.

Nú treystum við á að velunnarar  Göngum saman geri sér dagamun, kaupi gómsæta snúða og styrki um leið félagið.

Verði ykkur að góðu!