Á Akureyri hefur hópur gengið vikulega í allt sumar og eins og myndirnar í myndaalbúminu annars staðar á heimasíðunni sýna þá er oft gaman hjá þeim. Gengið er frá þjónustumiðstöðinni í Kjarnaskógi kl. 19:30 alla þriðjudaga. Akureyrardeildin er nú á fullu að undirbúa styrktargönguna sem verður í Kjarnaskógi sunnudaginn 7. september.