Á kvennafrídaginn miðvikudaginn 24. október verður gleðistund í versluninni hjá Hlín Reykdal, þar sem sala hefst á dásamlegum ilmkertum fyrir Göngum saman og einnig verða til sýnis og sölu vatnslitamyndir í línu sem nefnist Brjóst.
Staðsetning: Hlín Reykdal Stúdíó, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
Atburðurinn er milli kl. 16:00 og 18:00 og allir velkomnir.
Vinsamlegast deilið viðburðinum á facebook https://www.facebook.com/events/990275797848032/
Nánar um ilmkertið og vatnslitamyndirnar:
Ilmkertið Brjóstbirta var sérstaklega hannað af URÐ fyrir Göngum saman. Ilmurinn er ferskur, hreinn, kvenlegur, upplífgandi og veitir innblástur. Nafnið Brjóstbirta varð fyrir valinu því okkur finnst það svo fallegt og minnir á tilgang Göngum saman. Félagið safnar fé til rannsókna sem auka skilning okkar á uppruna og eðli krabbameins í brjóstum. Tilgangurinn er göfugur og bjartur.
Toppnótur Brjóstbirtu samanstanda af plómum og greipávexti. Hjartað samanstendur af sedrusviði og hvítum blómum. Grunnurinn samanstendur af sandalvið, vanillu og moskus.
Listakonan Linda Jóhannsdóttir sem starfar undir nafninu Pastelpaper vatnslitaði fallega brjóstmynd sem prýðir hvert glas. Brjóstamyndirnar hennar eru hluti af nýrri línu sem heitir einfaldlega Brjóst og rennur ágóði af sölu þeirra til Göngum Saman. Myndirnar eru unnar í blandaðri tækni þar sem meðal annars er unnið með vatnsliti, artliner og pastel.
Síðast en ekki síst sá André Visage, hönnuður hjá Wolftown, um uppsetningu og umbrot.