Skip to main content

Mæðradagsganga sunnudaginn 11. maí kl. 11

Á Mæðradaginn, sunnudaginn 11. maí, efnir Göngum saman til vorgöngu.
Gengið verður frá Háskólatorgi kl. 11 undir lúðrablæstri. Genginn verður stuttur hringur  um Suðurtjörnina í Hljómskálagarði. Ganga við allra hæfi.
Á Háskólatorgi munu vísindamenn sem þegið hafa styrki Göngum saman kynna verkefni sín og og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl skemmtir gestum.
Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini með frjálsum framlögum eða með því að kaupa prjónauppskriftir og höfuðklúta með merki Göngum.
Við hvetjum til þátttöku í þessari fjölskylduvænu útiveru.