Unnt er að styðja styrktarfélagið Göngum saman á tvennan hátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka n.k. laugardag. Annars vegar með því að velja Göngum saman sem góðgerðafélag er þátttakandi skráir sig í maraþonið og hins vegar með því að heita á þátttakendur. Takið endilega þátt í maraþoninu með okkur til að efla styrktarsjóð Göngum saman sem styður við grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum.
Frekari upplýsingar er að finna í pdf-skjali, sjá marathon2009.pdf.
Beinir tenglar inn á skráningu og áheit er að finna neðst á forsíðu heimasíðu Göngum saman.