Í dag 10. október 2013 veitti Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð kr. 8 milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 40 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á sex árum. Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum undir stjórn Árna Harðarsonar glöddu viðstadda með söng sínum.
Styrkurinn í ár skiptist á milli sex aðila:
· Anna Marzellíusardóttir. Leit að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins.
· Birna Þorvaldsdóttir. Hefur telomer-lengd í blóði forspárgildi um brjóstakrabbameinsáhættu hjá BRCA2 arfberum?
· Edda Sigríður Freysteinsdóttir. Leit að brjóstakrabbameinsgenum í fjölskyldum án BRCA1/2 tengsla.
· Inga Reynisdóttir: Leit að samrunagenum í brjóstaæxlum sem bera mögnuð litningasvæði.
Laufey Tryggvadóttir. Áhrif meðferðar og æxliseiginleika á horfur brjóstakrabbameinssjúklinga með BRCA2 stökkbreytingar. (Kristín Alexíusdóttir tók við styrknum fyrir hönd Laufeyjar).
· Sigríður Þóra Reynisdóttir. miRNA tjáning í BRCA2-tengdu brjóstakrabbameini.