Góð mæting var á fyrsta fundinum í fræðslufundaröðinni "Vísindi á laugardegi – Göngum saman í leit að lækningu á brjóstakrabbameini" sem haldinn var í Læknagarði í gær. Jórunn Erla Eyfjörð prófessor hélt mjög áhugavert erindi þar sem hún fór yfir rúmlega 20 ára sögu rannsóknahópsins hennar og fjallaði um mikilvægi grunnrannsókna til að skilja eðli og uppruna krabbameins.
Eftir erindið var öllum boðið upp á rannsóknastofu hópsins og Jórunn ásamt samstarfsfólki ræddu við gestina.
Næsti fræðslufundur í röðinni verður í Læknagarði laugardaginn 25. febrúar og þá mun rannsóknahópur Þórarins Guðjónssonar og Magnúsar Karls Magnússonar taka á móti gestum.