Vísindi á laugardegi – heimsókn í Læknagarð á morgun

Eftir febrúar 3, 2012Fréttir

Á morgun laugardag veður haldinn fyrsti fræðslufundurinn í röðinni "Vísindi á laugardegi – Göngum saman í leit að lækningu á brjóstakrabbameini" sem Göngum saman stendur fyrir.

Rannsóknahópur Jórunnar Erlu Eyfjörð prófessors mun taka á móti fólki í Læknagarði, húsi Læknadeildar HÍ kl. 13. Vakin er athygli á viðtölum við Jórunni í Morgunblaðinu í gær fimmtudag og í þættinum "Samfélag í nærmynd" á rás 1.

Þessi fræðslufundaröð er einstakt tækifæri fyrir almenning að fræðast um mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og hvernig þær eru undirstaða allra framfara í skilningi á meininu og þá bættum meðferðarúrræðum.

Allir velkomnir!

Læknagarður er staðsettur milli Hringbrautar og Gömlu Hringbrautar, neðan við Landspítalann, sjá kort að neðan.