Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman var í gær, nýársdag, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og til heilsueflingar. Þetta er sannarlega ánægjulegt upphaf á tíunda afmælisári félagsins.
Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Hér gefur að líta þá sem voru heiðraðir á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon