Skip to main content

Áheitaganga til minningar um Iðunni Geirsdóttur

Eftir maí 15, 2021Fréttir

Þann 20 maí leggja eigendur ferðaþjónustunnar Skotgöngu, þau Inga, Snorri og Magga, upp í 154 km langa áheitagöngu til styrktar Göngum saman. Gangan er til minningar um Iðunni Geirsdóttur, systur Ingu, sem hefði orðið 50 ára á þessu ári en hún lést úr brjóstakrabbameini aðeins 47 ára. Iðunn var öflugur liðsmaður Göngum saman og skipulagði fjáröflunargöngur á Austurlandi með miklum myndarbrag auk annarra starfa fyrir félagið.

Inga, Snorri og Magga ætla að ganga West Highland Way sem er ein vinsælasta gönguleið Skotlands. Venjulega ganga þau leiðina með hópa á einni viku en í þetta sinn ætla þau að ljúka göngunni á fjórum dögum. Síðustu vikur hafa þau málað 50 steina í fallegum litum og hyggjast varða gönguleiðina til gleði fyrir þá fjölmörgu sem ganga hana árlega. Hér má sjá nokkrar myndir frá gönguleiðinni .

Áheitasöfnun er hafin og stendur út maímánuð. Greiða má með korti eða leggja inn á söfnunarreikning Göngum saman.
Smellið hér til að styrkja þetta frábæra framtak þeirra þriggja.
.
Fylgist með göngugörpunum á facebooksíðu Skotgöngu.