Skip to main content

Áheitasöfnunin gekk frábærlega

Eftir ágúst 27, 2017Fréttir

Alls söfnuðust 2.267.000 kr. í áheit fyrir Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Öll áheit renna beint til góðgerðarfélaga þar sem Íslandsbanki mun geiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina en undanfarin ár hefur ákveðin prósenta af áheitum farið í kostnað. Við fögnum þessari ákvörðun og þökkum fyrir þátttöku, áheit og hvatningu. Einnig þökkum við Ragnheiði Jónu fyrir að bjóða þátttakendum súpu í Hannesarholt að hlaupi loknu.