Skip to main content

Ánægjuleg stund í Kiosk í dag

Eftir apríl 12, 2012Fréttir

Fjölmenni var í versluninni Kiosk í dag þegar armböndin sem Hlín Reykdal hannaði og gerði til styrktar Göngum saman voru kynnt. Mikil ánægja var með armböndin og þau runnu út. Armböndin verða til sölu í versluninni Kiosk, Laugavegi 65 næstu tvær vikur eða meðan birgðir endast. Rétt er þó að benda á að það er takmarkað upplag og góð sala dagsins sýnir að betra er að draga ekki að koma við í Kiosk til að kaupa armband.

Á kynningunni sungu félagar úr Fóstbræðrum nokkur lög við mikla ánægju viðstaddra.

Göngum saman þakkar Hlín Reykdal fyrir stuðning hennar við félagið í þessu skemmtilega verkefni. Við þökkum einnig oktett úr karlakórnum Fóstbræðrum sem sungu fyrir okkur í dag og öllum þeim mörgu konum sem komu og styrktu okkur.