Hátt í tvö þúsund manns gengu með Göngum saman í mæðradagsgöngunni, þar af um þúsund manns í Reykjavík. Göngufólk var á öllum aldri og það ríkti mikil gleði í göngunni.
Félagið vil þakka öllum þeim fjölmörgu um land allt sem lögðu mikið á sig við undirbúning göngunnar til að tryggja að allt gengi vel. Í Reykjavík voru styrkþegar mættir á Háskólatorg og gafst gestum tækifæri til að spyrja þau út í rannsóknir þeirra. Þetta var skemmtileg nýjung sem fólk kunni vel að meta og þökkum við styrkþegunum kærlega fyrir.
Nýju bolirnir og hálsklútarnir sem JÖR hannaði fyrir félagið seldust mjög vel og þökkum við góðar viðtökur. Fyrir þá sem komust ekki í dag er enn hægt að fá þá næstu 10 dagana hjá JÖR á Laugavegi 89 í Reykjavík.
Göngum saman treystir á stuðning hönnuða, fyrirtækja og almennings – félaginu hefur alls staðar verið tekið vel og þökkum við öllum stuðninginn, annars væri þetta ekki hægt. TAKK.
Gangan að hefjast við Háskólatorg í Reykjavík
Göngufólk í Vestmannaeyjum
Göngufólk á Egilsstöðum