Skip to main content

Brjóstaball í Iðnó 13. nóv. – dönsum og styrkjum í leiðinni

Eftir október 26, 2010Fréttir

Undirbúningur fyrir Brjóstaballið í Iðnó 13. nóvember n.k.  er í fullum gangi. Miðasalan á ballið hófst á www.midi.is í gær. Einnig er hægt að kaupa miða í Iðnó.

Fjölmennum, dönsum saman, skemmtum okkur saman og styðjum grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini í leiðinni.

Tónlistafólkið og allir sem að Brjóstaballinu koma gefa vinnu sína þannig að allur ágóði ballsins fer í styrktarsjóðinn. Göngum saman þakkar þeim öllum fyrir svo og aðstandendum Iðnó fyrir framlag sitt með láni á húsinu.