Skip to main content

Brjóstabollur gefa af sér – grunnrannsóknir á brjóstakrabbam

Eftir júní 25, 2013Fréttir

Við upphaf vikulegrar göngu Göngum saman í gær afhenti Jóhannes Felixson formaður Landssamband  bakarameistara (LABAK) Göngum saman afrakstur sölu á brjóstabollunni í ár 1.7  miljónir.  Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir árlega styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. 

Göngum saman hefur átt gjöfult samstarf við LABAK undanfarin 3 ár þar sem bakarameistarar vítt og breitt um landið hafa tekið höndum saman og selt brjóstabollur til styktar félaginu tengslum við mæðradagsgönguna. Hefur LABAK með sölu á brjóstabollunni í ár styrkt Göngum saman um hátt í 5 milljónir á síðustu þremur árum.

Bakarameistarar hafa sýnt Göngum saman dýrmætan stuðning í verki með sölu á bollunum og færir félagið þeim alúðarþakkir fyrir.

Á myndinni má sjá Jóhannes Felixson afhenda Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman styrkinn.