Skip to main content

Farmers Market hannar vettlinga fyrir Göngum saman

Eftir apríl 16, 2016Fréttir

Farmers Market hafa hannað dásamlega fallega vettlinga fyrir Göngum saman. Vettlingarnir verða frumsýndir og seldir í verslun Farmers Market á Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík (úti á Granda) mánudaginn 18. apríl kl. 17 – 19. Þeir verða áfram seldir í versluninni og einnig í Aurum Bankastræti og í mæðradagsgöngu Göngum saman 8. maí nk.