Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur gefur 2,5 milljónir

Eftir október 16, 2014Fréttir

Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur (Kittýar) sem var formaður fjáröflunarnefndar Göngum saman þegar hún lést í nóvember 2009 tæplega 45 ára gömul, veitti félaginu 2.5 milljónir í styrktarsjóðinn. Styrkurinn er afrakstur minningargöngu um Kittý, sem haldin var 30. ágúst s.l. þar sem gengið var í gegnum Héðinsfjarðargöng, og kvöldskemmtunar í Allanum á Siglufirði sama dag. Göngum saman þakkar fjölskyldu Kittýar innilega fyrir þeirra stórkostlega og ómetanlega framlag.