Skip to main content

Formaðurinn og Avon gangan í NY 2011

Eftir október 27, 2011Fréttir

Formaður Göngum saman, Gunnhildur Óskarsdóttir, mætti óvænt Avon göngunni á götum Manhattan í New York um síðustu helgi er hún var þar í fríi. Þetta kallaði fram góðar minningar frá sömu göngu fyrir fjórum árum er Gunnhildur ásamt 26 öðrum íslenskum konum tók þátt. Styrktarfélagið Göngum saman á einmitt upphaf sitt að rekja til ferðar 22 þessara kvenna haustið 2007.Gunnhildur sem taldi að Avon gangan hefði verið fyrr í október var ánægð að fá að upplifa Avon gönguna nú sem áhorfandi og hvatti hún fólk til dáða. Gunnhildur notaði tækifærið og ræddi við nokkra þátttakendur og á myndinni hér að neðan er Gunnhildi með tveimur konum sem voru í Avon 2011.