Skip to main content

Golden Wings styrkir Göngum saman aftur!

Eftir september 10, 2012Fréttir

Laugardaginn 11. ágúst s.l. stóðu kjarnorkukonurnar í Golden Wings fyrir göngu á hálendinu til styrkar Göngum saman. Alls tóku 114 manns þátt í göngunni  en hópurinn samanstóð af starfsfólki Icelandair Group og fjölskyldum þeirra. Gangan hófst í Emstrum og var gengið í Húsadal í Þórsmörk. Vegalengdin var um 15 km og göngutíminn var ca. 5-7 klst.

þetta var í fimmta sinn sem Golden Wings skipuleggur slíka göngu á Íslandi. Í ár, eins og í fyrra, var ákveðið að styrkja Göngum saman.

Flugfélag Íslands keypti höfuðbuff með merki Göngum saman handa göngugörpunum sem kostuðu 255.000.- krónur og auk þess sem  582.776. kr söfnuðust vegna göngunnar.  

Samtals eru það því 837.776. kr sem Golden Wings gangan færir Göngum saman í ár.

Félagið þakkar innilega fyrir þennan ómetanlega stuðning.

Saga Golden Wings er jafngömul Göngum saman því upphaf beggja félaganna má rekja til Avon göngunnar í New York haustið 2007 er upphafskonur þessara beggja hópa tóku þátt í 63 km göngu um Manhattan til styrktar rannsóknum og meðferðarúrræðum við brjóstakrabbameini.