Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í gær og hlupu 40 þátttakendur fyrir styrktarfélagið Göngum saman, til samans fóru þau 471 km og söfnuðu fyrir félagið yfir 600 þúsund krónur. Við þökkum öllu þessu fólki fyrir svo og öllum þeim sem hétu á þau.
Á Menningarnótt var Göngum saman með bás á Sirkusreitnum á Laugavegi, rétt neðan við Klapparstíginn, þar sem seldar voru möffins og djús ásamt bolum, buffum, klútum og kortum Göngum saman. Það var mikil stemming í kringum básinn og margir komu við og styrktu þetta góða málefni. Einnig var verið að vekja athygli fólks á styrktargöngunni 5. september n.k. Þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmdina.