Gleði og gaman í styrktargöngunni

Eftir september 5, 2010Fréttir

Styrktarganga Göngum saman 2010 fór fram á sjö stöðum vítt um land í dag. Alls staðar var gleði og gaman og þótti ganga vel.

Í Reykjavík lagði göngufólk af stað með blásurum í broddi fylkingar. Hljómsveitin sem leiddi marseringuna heitir Orphic Oxtra og settu þau skemmtilegan svip á gönguna. Einnig spiluðu Kristín og Nanna Hlín á harmónikkur fyrir göngufólkið hér og þar á gönguleiðinni.

VIð þökkum öllum sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og framkvæmd göngunnar um allt land svo og þeim sem tóku þátt og gengu með okkur.

      Orphic Oxtra leiðir gönguna í Öskjuhlíð