Fjölmennum í Laugar á laugardaginn og styrkjum Göngum saman

Eftir september 9, 2010Fréttir

Nú um helgina eru heilsudagar í  WorldClass/Laugum og hefur fyrirtækið ákveðið að styrkja Göngum saman af þessu tilefni. 

Það verður mikið um að vera í Laugum n.k. laugardag 11. sept. Klukkan 15 verða tímar í þremur sölum þar sem öll innkoman fer til styrktar Göngum saman og ætlar Word Class að bæta um betur og leggur annað eins til. Það er því um að gera að fjölmenna í Laugar, hreyfa sig og styrkja um leið grunnrannsóknir á krabbameini. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu World Class.