Skip to main content

Göngum saman í Þórsmörk

Eftir maí 3, 2022maí 11th, 2022Fréttir

Laugardaginn 4. júní 2022 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK. Markmið viðburðarins er að koma saman, njóta frábærrar útivistar í einstakri náttúru og safna um leið fé til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails, í samvinnu við Göngum saman, hefur skipulagt frábæra dagskrá þar sem boðið verður upp á rútuferðir, göngu, grillveislu og kvöldvöku við varðeld. Lagt verður upp frá Húsadal og gönguleiðsögn verður um þrjár mismunandi leiðir svo allir ættu að finna göngu við hæfi. Þátttakendur greiða skráningargjald sem rennur óskipt í styrktarsjóð Göngum saman, auk þess sem Volcano trails leggur fram mótframlag.

Nokkrir mismunandi gistimöguleikar eru í boði alla helgina og veitingasala er í Húsadal.

Dagsferð er einnig möguleg og eru rútuferðir í boði frá ýmsum stöðum.

Göngufólk getur einnig lagt málefninu lið með því að safna áheitum fyrir gönguna.

Nánari upplýsingar og skráning  HÉR.