Skip to main content

Grunnrannsóknir skipta máli – fyrirlestur í HÍ

Eftir maí 18, 2011Fréttir

Dr. Sigríður Klara Böðrvarsdóttir líffræðingur sem var ein þeirra sem fengu styrk Göngum saman við fyrstu úthlutun félagsins árið 2007 skrifar grein í Morgunblaðið í morgun um Nóbelsverðlaunahafann Elízabeth Blackburn sem heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands n.k. laugardag kl. 14. Blackburn hlaut verðlaunin í líf- og læknavísindum haustið 2009 ásamt Carol Greider og Jack Szostak. Uppgötvun þeirra var gerð í frumstæðum einfrumungi en hefur haft mikla læknisfræðilega þýðingu sem vísindafólkið hefur sjálfsagt ekki gert sér grein fyrir á 8. og 9. áratugunum er rannsóknir þeirra fóru fram. Þetta er gott dæmi um hvernig grunnrannsóknir geta leitt til hagnýtingar þó ekki sé hægt að spá fyrir um það. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn sem skipulagður er í tilefni 100 ára afmælisHaskólans er að finna á heimasíðu HÍ.