Guðný Aradóttir afhenti afrakstur Þingvallagöngu

Eftir september 23, 2012Fréttir

Guðný Aradóttir félagi í Göngum saman og göngustjóri félagsins frá upphafi, afhenti í dag 800.000 kr í styrktarsjóð félagsins en um var að ræða afrakstur Þingvallagöngunnar sem farin var aðfaranótt 16. júní s.l. að frumkvæði Guðnýjar.

Félagið þakkar Guðnýju innilega fyrir þennan höfðinglega styrk og einnig öllum þeim sem tóku þátt í Þingvallagöngunni með henni.