Kærar þakkir fyrir þátttöku,áheit og hvatningu í maraþoninu

Eftir ágúst 22, 2015Fréttir

Sextíu og fjórir tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun gekk mjög vel og nú þegar hafa safnast 1.487.940 kr. Hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.

Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.