Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman

Eftir maí 4, 2011Fréttir

Brjóstabollan fer í sölu í bakaríum landsins á morgun. Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 5.- 8. maí í tengslum við mæðradaginn. Fyrirtæki, stofnanir, kaffihús, matsölustaðir og landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða –  brjóstanna vegna.

Hér er hægt að nálgast veggspjaldið með Brjóstabollunni Brjostabollan_endanleg_high.pdf

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina – brjóstanna vegna