Skip to main content

Mjög góður fundur á Akureyri 1. maí

Eftir maí 2, 2010Fréttir

Mjög góð mæting var á vel heppnaðan morgunverðarfund Göngum saman á Akureyri 1. maí. Fimmtíu manns mættu á fundinn sem byrjaði á dásamlegum morgunverði. Sigríður Sía Jónsdóttir bauð fólk velkomið og síðan sagði Gísli Sigurgeirsson frá séra Matthíasi Jochumssyni og Sigurhæðum. Gunnhildur Óskarsdóttir og Margrét Baldursdóttir kynntu síðan félagið og Þorgerður Sigurðardóttir og Guðný Ólafsdóttir sögðu frá starfinu á Akureyri og á Dalvík. Að lokum hélt Anna Jóna Guðmundsdóttir sálfræðikennari og sérfræðingur í jákvæðri sálfræði frábæran fyrirlestur um hamingjuna og hvernig við getum verið hamingjusamari. Með það fóru allir út í vorið sem er greinilega komið á Akureyri.