Skip to main content

Stjórn Göngum saman fékk Þór Snæ Sigurðsson til að hanna nýja heimasíðu félagsins sem verður formlega opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní n.k. Heimasíðunni er ætlað að vera upplýsingarmiðill félagsins og þar verður hægt að fylgjast með starfsemi þess og því sem framundan er. Vefsíðufyrirtækið Allra Átta sér um vistun og hugbúnað fyrir heimasíðuna. Göngum saman þakkar Þór sem gaf vinnu sína við hönnunina og Allra Átta sem styrkir félagið rausnarlega með heimasíðugerðinni. Merki félagsins sem sjá má í efra horninu vinstra megin hannaði Sigurborg Stefánsdóttir myndlistakona, ein stofnfélaga Göngum saman.