Rannsóknir skipta máli!

Eftir september 8, 2011Fréttir

Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann hafa birt grein í lífvísindaritinu PLoS ONE, þar sem þeir sýna fram á hvernig æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í bandvefslíkar frumur.

Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar og snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. Valgarður er einn af styrkþegum Göngum saman.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/09/08/skilja_betur_edli_meinvarpa/