Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon Glitnis 23. ágúst – áheit

Eftir júní 18, 2008Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Glitnis fer fram 23. ágúst n.k. Eins og fyrri ár geta þátttakendur safnað áheitum fyrir góðgerðar- og líknarfélög. Göngum saman er eitt þessara félaga og fólk er hvatt til að hlaupa eða ganga fyrir Göngum saman. Jafnframt eru allir hvattir til að heita á þá sem hlaupa fyrir Göngum saman. Sjá frekari upplýsingar um hvernig þetta virkar á heimasíðu Glitnis, sjá hér.

Tilkynnt hefur verið að Glitnir muni heita á starfsfólk og viðskiptavini sína. Styrktarfélag sem starfsmaður hleypur fyrir fær 1.000 krónur á hvern kílómetra og 300 krónur fyrir hvern kílómetra viðskiptavinar.

Á síðasta ári söfnuðust tæplega 1.500 þúsund í áheit fyrir Göngum saman.