Skip to main content

Þakklætisvottur til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir ágúst 13, 2017Fréttir

Göngum saman er þakklátt þeim sem ætla að hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu nk laugardag. Sem smá þakklætisvott biðjum við hlauparana að þiggja par af vettlingum sem Farmers Market hannaði og framleiddi fyrir félagið. Hér sést þegar formaður félagsins afhenti Ragnhildi Vigfúsdóttur sem hleypur í 10. sinn fyrir félagið vettlingana. Ragnhildur segist ekki ætla að hlaupa með þá, en segir að þeir muni koma sér vel þegar fer að hausta. Vettlingarnir verða sendir í pósti, hafið samband við okkur með einkaskilaboðum hér á FB ef þeir skila sér ekki í vikunni.