Skip to main content

Til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir ágúst 20, 2015Fréttir

Kæru þátttakendur í maraþoninu á laugardaginn.

Við höfum nú sent þeim sem við erum með heimilisföng hjá buff/höfuðklút sem JÖR hannaði fyrir Göngum saman í ár. Því miður erum við ekki með heimilisföng hjá öllum og þeir sem ekki hafa fengið buff sent heim mega gjarnan hafa samband við Ellu í síma 897 7409 eða Gunnhildi í síma 695 5446.

Eins og í fyrra ætlum við sem tökum þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman að hittast eftir hlaupið í Hannesarholti, Grundarstíg 9 og fá okkur súpu.

Kær kveðja og gangi ykkur vel !!