Það var mikil stemming í maraþoninu í gær og Göngum saman þakkar öllum þeim sem hlupu fyrir félagið. Samkvæmt skráningum hlupu (eða gengu!) 132 einstaklingar fyrir Göngum saman og lögðu með því sitt að mörkum til að styðja við grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Það er mikil hvatning og gleði að fá allan þennan stuðning. Hópur fólks á vegum Göngum saman kom saman á horni Ægissíðu og Lynghaga og hvatti þátttakendur til dáða. Tvær konur hlupu heilt maraþon fyrir félagið og önnur þeirra, Sigrún K. Barkardóttir náði þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hlaupinu. Við óskum Sigrúnu til hamingju með þennan frábæra árangur.
Hluti hvvatningarhóps Göngum saman við Ægissíðuna