Skip to main content

Frábær ganga í kringum Reykjavíkurtjörn

Eftir október 15, 2014Fréttir

Mjög góð þátttaka var í sameinginlegri göngu Göngum saman, Brjóstaheilla – samhjálpar kvenna og Krabbameinsfélags Íslands í dag í tilefni af alþjóðlegum degi í baráttunni gegn  brjóstakrabbameini. Þáttakendur voru með bleika hanska og bleikar blöðrur og náði hópurinn að taka bleikum höndum saman í kringum minni tjörnina í Hljómaskálagarðinum. Aðstandendur göngunnar þakka fyrir samveru og góða þátttöku.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/15/gengid_i_bleiku_kringum_tjornina/