Samstöðuganga á alþjóðlegum degi helguðum baráttunni gegn br

Eftir október 11, 2014Fréttir

Styrktarfélagið Göngum saman, Brjóstaheill – Samhjálp kvenna og
Krabbameinsfélag Íslands efna til samstöðugöngu í tilefni af alþjóðlegum
degi helguðum baráttunni gegn brjóstakrabbameini miðvikudaginn 15.
október. Gangan hefst hjá Hljómskálanum kl. 17:30  og verður gengið í
kringum Tjörnina í Reykjavík. Fólk er hvatt til að taka þátt í göngunni,
klætt einhverju bleiku og vekja  þannig athygli á málstaðnum.