Skip to main content

Göngum saman fær sölulaun hjá Avon

Eftir október 7, 2014Fréttir

Avon á Íslandi hefur frá upphafi styrkt Göngum saman veglega með ýmsum hætti. Það hefur m.a. verið hægt að styðja Göngum saman þegar verslað er hjá Avon á Dalvegi 16b í Kópavogi með því að gefa styrktarfélagið upp áður en borgað er. Nú er enn auðveldara að nálgast Avon vörur á netinu og styrkja Göngum saman í leiðinni, sjá hér. Veljið Göngum saman sem söluaðila og félagið fær sölulaunin. Eins og sjá má er Göngum saman efst á listanum, veljið félagið sem söluaðila og þá eruð þið komin inn í netverslunina.

Við þökkum Avon á Íslandi fyrir stuðninginn og bendum öllum velunnurum félagsins á þessa leið til að styrkja Göngum saman. Þá er einnig hægt að hafa samband við Margréti Ásgeirsdóttur (MargretAs@lindaskoli.is) ef einhver hefur áhuga á að halda Avon kynningu heima hjá sér til styrktar Göngum saman.

Hér er hægt að komast inn á síðu Avon á Íslandi þar sem Göngum saman er valið.