Skip to main content

Minnum á: Umsóknarfrestur rennur út 4. september

Eftir ágúst 22, 2017Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2017.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér:  gs_styrkumsokn_2017.doc fyrir 4. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2017

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: auglysing_styrkur_2017.doc