Skip to main content

Áheit í Glitnismaraþoni: Göngum saman eitt 5 efstu félaganna

Eftir október 2, 2008Fréttir

Í dag var styrktarfélögum boðið í móttöku í höfuðstöðvum Glitnis til að taka við áheitum sem söfnuðust í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis 23. ágúst s.l. Það er gleðilegt að segja frá því að Göngum saman var eitt fimm félaga sem þátttakendur í hlaupinu söfnuðu yfir milljón krónur í áheit fyrir. Alls hlupu 132 fyrir Göngum saman og söfnuðu áheitum fyrir samtals 1.008.600 krónur. Göngum saman þakkar þeim öllum fyrir frábæran stuðning og öllum þeim fjölmörgu sem hétu á þá. TAKK.

 

Stjórn Göngum saman ásamt Birnu Einarsdóttur framkvæmdastjóra hjá Glitni við afhendingu áheita úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis.