Skip to main content

Avon gangan í New York um helgina

Eftir október 2, 2008Fréttir

Nú hugsum við hlýtt til kvennanna sem voru að leggja af stað í ævintýraferð til New York til að taka þátt í Avon göngunni. Það er mikil áskorun að ganga 63 km á tveimur dögum, en um leið er það mögnuð upplifun að ganga um götur Manhattan með fleiri þúsund manns til að láta gott af sér leiða með söfnun penings til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameinum og bættri umönnun. Kristbjörg eða Kittý er ein þessara kvenna og hún stofnaði bloggsíðu þar sem hún ætlar að halda okkur öllum upplýstum um ferðina, sjá hér.