Skip to main content

Te og Kaffi kveður Kittý og styrkir Göngum saman

Eftir september 30, 2008Fréttir

Samstarfsfólk Kristbjargar Marteinsdóttur hjá Te og Kaffi komu henni á óvart í morgun er þau héldu henni kveðjuhóf en hún fer ásamt hópi kvenna til New York á fimmtudaginn til að taka þátt í Avon göngunni. Af þessu tilefni keypti starfsfólkið sér öll Göngum saman boli og eins og sjá má á myndinni voru þau bara flott:-)

Te og Kaffi ákváðu að styrkja Göngum saman með sömu upphæð og starfsfólkið borgaði fyrir bolina. Við þökkum bæði starfsfókinu og fyrirtækinu þennan frábæra stuðning um leið og við óskum Kittý og öllu samferðarfólki hennar góðrar ferðar og velfarnaðar í New York.