Akureyrarkynning á armböndum til styrktar Göngum saman

Eftir apríl 20, 2012Fréttir

Gæðastund á Akureyri kallast samkoma sem haldin verður á Akureyri föstudaginn 20. apríl kl. 16-18 til að kynna armböndin sem Hlín Reykdal hannaði til styrktar Göngum saman. Þær Gunnhildur Óskarsdóttir formaður félagsins og hönnuðurinn Hlín Reykdal koma til Akureyrar til að sýna og selja armböndin. Kynningin verður í Keramikgalleríi Margrétar Jónsdóttur, Gránufélagsgötu 48. Boðið verður upp á léttar veitingar og góða samverustund í fallega gallerínu hennar Margrétar.

Vinir Göngum saman á Norðurlandi eru hvattir til að nota tækifærið því armböndin sem eru framleidd í takmörkuðu upplagi eru að verða uppseld.